Vel heppnuð heimsókn frá góðum gestum frá Færeyjum og Grænlandi, ásamt fríðu föruneyti frá KÍ.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir ásamt gestum 

Myndirnar tók Guðrún Jóna Jósepsdóttir
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir ásamt gestum

Myndirnar tók Guðrún Jóna Jósepsdóttir

Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir tók á móti góðum gestum í gær en hingað komu Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara og Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins ásamt fríðu föruneyti frá fulltrúum skólasamfélagsins í Færeyjum og Grænlandi. 

Eftir að hafa gengið um skólann skoðuðu gestir rými sem kallað er Býli en þar er vísir að Mini-FABLAB í FSN. Loftur Árni Björgvinsson, kennari við FSN og frumkvöðull í FSN varðandi nýtingu gervigreindar og verkefnastjóri við innleiðingu gervigreindar í FSN sýndi þeim ýmis tæki og tól sem nýtt eru til nýsköpunar við FSN. Honum til traust og halds er Gunnlaugur Smárason verkefnastjóri við innleiðingu gervigreindar í FSN.

Hér má sjá hvernig Loftur nýtir gervigreindina með virkum hætti við kennslu.

Þess má geta að FSN hlaut á dögunum styrk úr Sprotasjóði til að innleiða gervigreind í námi, kennslu og stjórnun skólans.

Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í FSN.

Gestir voru:

Jacob Eli S. Olsen, formaður Færeyska Lærarafelagsins, sem má segja að eigi sér besta samsvörun í Félagi grunnskólakennara hér heima (FG).
Sanna á Løgmansbø, forkvinna Færeyska Pedagogfelagsins, sem má segja að sé Félag leikskólakennara (FL) þeirra Færeyinga.
Birita Hammer Jacbosen er framkvæmdastjóri eða Umsitingarleiðari Pedagogfelagsins.
Maria Chun Nielsdóttir, forkvinna Yrkisfélagid miðnám, sem má segja að sé Félag framhaldsskólakennara þeirra Færeyinga.
Elna Thomsen Heilmann, stjórnarformaður Grænlenska kennarafélagsins (IMAK), sem samanstendur helst af grunnskólakennurum.
Simon Lennert, skrifstofustjóri IMAK
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins,
Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambandsins,
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara
Arndís Þorgeirsdóttir, sviðsstjóri upplýsinga  og kynningarsviðs KÍ