Umsjónakennarar

Umsjónarkennari
Hver nemandi er með umsjónarkennara og mætir í umsjónartíma reglulega.
Hlutverk umsjónarkennara er meðal annars:

  • Að aðstoða nemendur við gerð á námsferilsáætlun og er nemendum til ráðgjafar um ýmis mál er varða námsframvindu.
  • Að aðstoða nemendur við val. Valtímabil er um það bil ein vika á önn og umsjónarkennarinn staðfestir val allra umsjónarnemenda sinna í lok valtímabils eftir að hafa yfirfarið valið.
  • Að fylgjast með ástundun og mætingum nemenda og hefur samband við foreldra/forráðamenn ef ástæða er til.
  • Að fylgjast með athugasemdum um nemanda inn á Innu og gera ráðstafanir ef ástæða er til.
  • Að hitta hvern nemanda einslega tvisvar sinnum á önn.
  • Að vera talsmaður umsjónarnemenda sinna gagnvart stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki þegar við á.
  • Að vera tengiliður milli foreldra/forráðamanna og skólans.

Upplýsingar um ástundun og mætingar nemenda yngri en 18 ára eru aðgengilegar í gegnum
upplýsingakerfi Innu sem aðgengilegt er af vef skólans, www.fsn.is
Allir nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem eru yngri en 18 ára hafa umsjónarkennara. Markmiðið með umsjón er að stuðla að góðu námsgengi nemenda og koma í veg fyrir brottfall, stuðla að góðri líðan nemenda og miðla upplýsingum til nemenda og fræða þá um skólann.

Umsjónakennarar á vorönn 2022

Agnes Helga Sigurðardóttir
Árni Ásgeirsson
Birta Antonsdóttir 
Gunnlaugur Smárason
Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Sólrún Guðjónsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Sylwia Katarzyna Jurczuk