Umsjónamaður fasteigna

Umsjónarmaður fasteignar er Ólafur Tryggvason (olafur@fsn.is) og síminn hans er: 891-8401

  Hlutverk umsjónamanns fasteigna er m. a. að:

 1. hafa umsjón með skólabyggingunni og lóð skólans svo sem slátt og snjómokstur á bílastæðum og við útidyr
 2. sjá um rekstur tæknikerfa, s.s. öryggiskerfis og aðgangsstýringarkerfis
 3. hafa umsjón með ýmsum tæknibúnaði, s.s. ljósritunarvélum, skjávörpum og tölvum
 4. fylgjast með veðri og færð og vera tengiliður vegna skólaaksturs
 5. halda utan um viðhald og lagfæringar
 6. sjá um að húsið sé þrifið og aðstoða við það
 7. sinna útköllum eftir hefðbundin skólatíma
 8. sjá um útleigu húsnæðis í samráði við stjórnendur
 9. sjá um innkaup á tækjum og vörum til viðhalds og nýsmíði
 10. sjá um innkaup á hreinlætisvörum og vörum til ræstinga
 11. aðstoða/leysa af á skrifstofu eftir þörfum
 12. fara í tilfallandi sendiferðir
 13. sjá um geymsluskápa, úthlutun þeirra og viðhald
 14. varðveita sjúkrakassa og sjá um innkaup vegna þeirra
 15. skipuleggur og gerir tilögur um viðhald og breytingar á húsnæði
 16. kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar vegna ýmis konar framkvæmda
 17. fer yfir reikninga og fylgist með kostnaðarlið framkvæmda innan skólans
 18. opna skólann að morgni áður en aðrir starfsmenn og nemendur koma til starfa
 19. hafa eftirlit með umgengni nemenda um húsnæði og búnað skólans
 20. annast minniháttar viðhald á húsnæði og húsgögnum
 21. fá fagmenn ef þarf í viðhald og ræstingu (t.d. gluggaþvottur, gardínuþvottur)
 22. koma með tillögur um meiriháttar viðhald og ræstingu
 23. hafa og varðveita lykla af öllum vistarverum í húsnæði skólans. og úthluta lyklum til starfsfólks og innheimta þá þegar við starfslok
 24. annast undirbúning/frágang á húsnæði fyrir og eftir fundi, uppákomur í skólanum og vegna prófa
 25. kaupa inn rekstrarvörur fyrir ræstingu og á snyrtingar
 26. koma rusli í gám
 27. ganga frá kaffistofu í lok dags og slökkva ljós og læsa í lok dags
 28. starfsmaður sinnir öðrum störfum sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum

 

Ræsting utan kennslutíma:

 1. hreingerningar á skólahúsnæði - þrif á geymslum eftir þörfum - bónun gólfa.