Fjölmenningarstefna

Allir nemendur FSN  eiga að fá sömu tækifæri til menntunar, óháð uppruna og þjóðerni. Hvers kyns fordómar og mismunun er aldrei liðin. Stefna skólans er að móta jákvæð viðhorf til fjölmenningar, jafnt meðal kennara sem nemenda, svo hver og einn nemandi fá notið sín á sínum forsendum. Nemendur skólans eiga að fá að njóta þeirrar fjölbreytni og tækifæra til menntunar sem felast í samveru og samskiptum við fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni.

 

Breytt 30.09.2020