Forvarnir

Forvarnir eru hluti af daglegu starfi skólans og fela í sér fræðslu og námskeið fyrir starfsmenn og nemendur og hafa það að markmiði að stuðla að betri líðan og ástundun nemenda, ýta undir jákvæða lífssýn og heilbrigða lífshætti allra hlutaðeigandi. Við skólann starfar forvarnarfulltrúi og forvarnarteymi.
Félagslíf nemenda og viðburðir á vegum skólans skulu einkennast af heilbrigðum lífsháttum og miða að því að efla félagsþroska nemenda. Nemendur og starfsmenn skólans mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna í skólanum eða á lóð hans. Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.
Reykingar, munntóbak, önnur tóbaksnotkun og öll vímuefnanotkun er bönnuð í skólanum og á lóð hans. Sama gildir um skemmtanir og ferðalög nemenda á vegum skólans.
Hvers kyns áróður sem hvetur til neyslu áfengis og vímuefna er bannaður í húsnæði skólans eða á samkomum á hans vegum.

Forvarnarfulltrúi
Forvarnarfulltrúi er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum. Hann stuðlar að því að forvarnir í víðtækum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans í samvinnu við starfsmenn skólans, nemendur og forráðamenn þeirra.
Forvarnarfulltrúi hefur umsjón með reglulegri endurskoðun á skriflegri stefnu skólans í forvarnarmálum. Í forvarnarstarfi felst fræðsla um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, hvatning til heilbrigðs lífernis og þátttöku í jákvæðu félagslífi ásamt öðru sem stuðlar að sterkri sjálfsmynd nemenda.
Forvarnarfulltrúi er til viðtals eftir þörfum og geta nemendur og forráðamenn þeirra leitað til hans eftir þörfum. Einnig tekur forvarnarfulltrúi á málum sem tengjast brotum á tóbaks og vímuefnareglum skólans.

Forvarnafulltrúi Fjölbrautaskóla Snæfellinga er Gísli Pálsson  (gisli@fsn.is)

 

Forvarnarteymi
Í forvarnarteymi eiga sæti auk forvarnarfulltrúa, skólameistari, námsráðgjafi, fulltrúar foreldra og nemenda. Hlutverk forvarnarteymis er m.a. að koma að stefnumótun forvarna í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og finna lausnir þar sem bóta er þörf.

Síðast uppfært 06.02.2024