Íþróttabraut

Íþróttabraut

Bókleg og verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3.þrepi. Íþróttabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6 – 7 annir.  Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Á íþróttabraut er áhersla á grunngreinar og sérgreinar í íþróttum og lýðheilsu, s.s. íþróttagreinar, íþróttafræði og næringarfræði.  Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er nám á henni heppilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, m.a. á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar hér á landi sem erlendis.

Inngönguskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið grunnskóla.  Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að…

 • sjá um viðburð sem tengist íþrótta- og útivistarstarfi, s.s. kennslu, þjálfun, gönguferð eða móti sem tekur til undirbúnings, skipulags, framkvæmdar og mats ásamt því að geta metið  hlutlægt eigin frammistöðu við verkið og nýtt niðurstöðuna til að ná betri árangri
 • staka þátt í upplýstri umræðu um málefni er tengjast hreyfingu, heilsueflingu, þjálfun og útivist
 • taka ábyrgð á þjálfun og leiðbeint öðrum
 • beita fræðilegri og verklegri undirstöðuþekkingu
 • greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
 • taka þátt í rökræðum um efni sem tengjast hreyfingu, heilsu, þjálfun og útivist
 • stunda íþróttir og útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, t.d. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, hjólreiðar, o.fl.
 • þekkja hvernig má nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
 • flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf
 • vera meðvitaður um umhverfi sitt, njóta þess og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga
 • stunda frekara nám, einkum á sviði kennslu, íþróttafræða og útivistar á háskólastigi

Nánari brautarlýsing