Mat á öðru námi

Nemendur fá viðurkennt nám úr öðrum framhaldsskólum metið til eininga við skólann. Gömlum námseiningum er varpað í nýjar en almenna reglan er að 5 nýjar einingar nálgast 3 gamlar einingar. Misjafnt er hvar námið nýtist nemanda á námsbrautinni, í kjarna eða sérhæfingu brautar. Falli metið nám ekki innan þess ramma fer hann í almennt val nemanda. Þó er hægt að velja að útskrifast með  stúdentspróf af opinni braut án sérvalinnar námsleiðar og þá eru ekki gerðar aðrar kröfur um námsáfanga en að kjarna stúdentsbrauta sé lokið og hlutfall eininga á þrepi standist kröfur (sjá undir opin braut til stúdentsprófs). Mikilvægt er fyrir hvern og einn að fara vel yfir námsferil og skipulag náms með umsjónarkennara.

Nemendur þurfa að fylgjast vel með því að nám sem þeir velja við skólann sé fullnægjandi undirbúningur undir frekara nám á háskólastigi er þeir stefna á. Háskólar eiga að hafa slíkar upplýsingar á neti. Vanti það hafið samband við náms- og starfsráðgjafa.
 
Hafi nemandi stundað nám við skóla sem ekki starfar samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla ber skólameistari ábyrgð á því að hve miklu leyti námið verður metið. Við matið er skoðað hvort hægt er að meta nám jafngilt því sem skipulagt er innan skólans og hvort námið nýtist nemanda sem nægilegur undirbúningur undir annað nám í skólanum eigi það við.

Heimilt er að láta þess getið á prófskírteini ef nám er metið úr öðrum skóla.

Síðast uppfært: 8. ágúst 2017