Tímabundin viðbót við skólareglur á COVID tíma.

Tímabundin viðbót við skólareglur Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem gildir meðan á sérstökum sóttvarnarráðstöfunum stendur í skólanum vegna COVID-19 faraldursins var samþykkt af skólaráði þann 6.október 2020.

Ef nemanda fer ekki að tilmælum og reglum um umgengni um sóttvarnarhólf skólans, virðir ekki fjarlægðarmörk eða býtur reglur um sóttvarnir á annan hátt í skólanum gilda þessar reglur:

1. brot. Nemandi fær ábendingu um að fara eftir reglunum og sé nemandi undir 18 ára eru foreldrar látnir vita. Skráð í Innu.

2. brot. Nemanda vísað til skólameistara. Skráð í Innu.

3. brot. Vísað úr húsi tímabundið í fjarnám. Skráð í Innu.

4. brot. Vísað úr skóla tímabundið. Skráð í Innu.