Lokaverkefni stúdentsbrautar haust 2024

Á þessari önn skiluðu sjö nemendur inn lokaverkefnum og voru þau mjög fjölbreytt, heimasíða um húðflúr, tálguð dýr, kort með upplýsingum um Snæfellsnes, hlaðvarp um nikótín og orkudrykkjaneyslu ungmenna, ritgerðir um raðmorðingja og sögu Toyota og einn nemandi skrifaði bók um sína sögu. Allir lögðu mikla vinnu í vinnu í verkefnin sín og stóðu sig með stakri prýði.

Kennarar hafa séð um þennan áfanga til skiptis og á haustönn var Birta Antonsdóttir kennari í þessum áfanga. Í þetta sinn voru það útskriftarefnin Anna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddsson sem kynntu lokaverkefni sín fyrir nemendum og starfsfólki skólans.