Skólinn

Skólinn er hannaður með það fyrir augum að hann þjóni sem best skipulagi skólastarfsins. Litið er á öll hin ólíku rými í skólanum sem námssvæði þar sem ýmist geta verið nemendahópar í vinnu undir stjórn kennara, nemendur að vinna verkefni einir eða í hópum með eða án aðstoðar kennara eða nemendahópar að fylgjast með hefðbundnum fyrirlestri frá kennara, sem annað hvort er á staðnum eða miðlar fyrirlestrinum í gegnum eitthvert form upplýsingatækninnar.