Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur

  • Nemendum ber að sækja allar fastar kennslustundir samkvæmt stundatöflu nema veikindi eða önnur forföll hamli. Verkefnatíma mæta nemendur í eftir þörfum. Þó geta kennarar skyldað nemendur til að mæta í ákveðna verkefnatíma ef þurfa þykir.
  • Kennarar skrá viðveru nemenda, ef nemandi mætir 20 mín of seint í fasta kennslustund þá er skráð fjarvist.
  • Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, háttsemi og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla með tilliti til rafrænna samskipta og netnotkunar. Nemendur skulu sýna nærgætni og gæta virðingar í allri framkomu sinni.
  • Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur.
  • Séu nemendur fjarverandi úr skóla gilda vissar reglur um hvernig taka skal á slíkum fjarvistum eftir því hver ástæða fjarvistanna er. Geti nemandi ekki sótt skóla vegna veikinda eða af öðrum ástæðum skal hann tilkynna forföllin daglega á skrifstofu skólans. Læknisvottorði skal skila inn til skrifstofu ef veikindi vara lengur en þrjá daga.
  • Sé ástundun og verkefnaskilum nemenda ábótavant tilkynnir kennari það til umsjónarkennara. Umsjónarkennari ræðir við nemandann og foreldra hans ef hann er yngri en 18 ára og reynir að grafast fyrir um það hvers vegna hann stundar ekki námið eins og til er ætlast. Brjóti nemandi skólasóknarreglur ítrekað getur hann átt á hættu að vera vísað úr skóla.
  • Nemandi hefur kost á því að tjá sig ef fundið er að hegðun hans vegna brota á skólareglum. Málinu er  vísað til skólaráðs, nemandi getur sótt skólann þar til niðurstaða skólaráðs er fengin.
  •  Skólaráð getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu frá reglum þessum.

Síðast uppfært 20.5.2021