Meðferð heimilda og ritstuldur

Reglur um meðferð heimilda og ritstuld

Strangar reglur gilda um meðferð heimilda og ritstuld við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Með ritstuldi er átt við að nemandi noti hugverk annarra í verkefnum sínum án þess að láta þess getið og vísa til heimilda eftir þar til gerðum reglum. Gildir þá einu hvort um er að ræða hluta úr verki eða verkið í heild. Með hugverki er átt við höfundarverk á borð við bækur, greinar, ritgerðir, aðrar ritsmíðar, myndir eða annað jafnt á prenti, tölvutæku formi eða á annars konar formi sem tilheyrir tilteknum rétthafa þess. Höfundarverk á einnig við um verkefni nemenda og fyrrum nemenda í sama áfanga. Reglur þessar gilda einnig ef hópur nemenda í samstarfsverkefni skilar sama hópverkefni og annar hópur að hluta eða heild.

 Viðurlög skólans við brotum á reglum þessum eru eftirfarandi:

Fyrsta brot; Verði nemandi uppvís að ritstuld ræðir kennari við hann um alvarleika brotsins og gerir honum grein fyrir viðurlögum þess. Viðkomandi nemandi fær athugasemd á Innu ásamt einkunninni 0 fyrir verkefnið. Sé um að ræða stolið verk frá öðrum nemanda fær sá hinn sami einnig athugasemd á INNU og 0 fyrir verkefnið.

Annað brot; Verði nemandi uppvís að ritstuldi í annað sinn fær hann formlega viðvörun frá skólameistara. Viðkomandi nemandi fær athugasemd á INNU ásamt einkunninni 0 fyrir verkefnið. Sé um að ræða stolið verk frá öðrum nemanda fær sá hinn sami einnig formlega viðvörun frá skólameistara ásamt athugasemd á INNU Og 0 fyrir verkefnið.

Þriðja brot; Við þriðja brot er nemanda vísað úr viðkomandi áfanga. Sé um að ræða stolið verk frá öðrum nemanda á það sama við um báða.

Kröfur skólans til verkefna- og heimildavinnu eru aðgengilegar á Moodle vef skólans í áfanganum Kröfur FSN til ritgerða- og verkefnavinnu.

Síðast yfirfarið 16.6.2021