Námstími og námshraði

Nám til stúdentsprófs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru 200 einingar.

Nemendur geta ráðið þó nokkru um námshraðann og lagað hann að hæfileikum sínum og aðstæðum. Með góðu skipulagi geta  nemendur lokið prófi á þremur árum en hluti nemenda kýs að ljúka námi á 3,5 árum.

Meginregla er að nemendur séu ekki með fleiri en 7 fimm eininga áfanga í stundatöflu hverju sinni.

Til þess að geta valið fleiri áfanga í einu þarf nemandi að uppfylla ákveðin skilyrði um fyrri námsárangur. Séu þau skilyrði fyrir hendi getur verið möguleiki á fleiri áföngum í samráði við skólastjórnendur.