Framhaldsskólabraut 2

Við skólann er einnig hægt að ljúka styttra námi af framhaldsskólabraut 1 eða 2.

Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af framhaldsskólabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Framhaldsskólabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Framhaldsskólabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 55 einingar og frjálsa valið 35 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á framhaldsskólabraut í samráði við námsráðgjafa.

Námsbrautalýsing