Umgengnisreglur

  • Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur.
  • Nemendur skulu sýna góða umgengni í skólanum og á lóð hans.
  • Matar og drykkjar má neyta í matsalnum en ekki annars staðar í húsinu. Þó er gerð undantekning með drykki í lokuðum ílátum.
  • Nemendur gæti þess vandlega að trufla ekki vinnufrið í skólanum, t.d. með hávaða úr farsímum eða tölvum.
  • Nemendur sem ekki eru í kennslustund þurfa að gæta þess að trufla ekki kennslu.
  • Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið.
  • Myndatökur og dreifing mynda af fólki í skólanum er ekki leyfð, nema með samþykki viðkomandi. Hópmyndir af viðburðum á vegum skólans eru þó leyfðar, en einstaklingar geta alltaf beðið stjórnendur um að myndir af þeim séu ekki birtar.
  • Auglýsingar varðandi skólahald og félagslíf nemenda eru einungis leyfðar innan veggja skólans.
  • Utanaðkomandi sem vilja auglýsa innan veggja skólans eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans.
  • Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða öðrum eigum hans ber þeim að bæta að fullu.
  • Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum einnig á samkomum og ferðalögum á vegum hans.
  • Reykingar og önnur tóbaksnotkun (t.d. munntóbak og rafsígarettur),  er bönnuð í skólanum og á lóð hans.

Ítrekuð eða alvarleg brot á reglum þessum geta leitt til brottvísunar og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.

Veita skal nemendum skriflega áminningu áður en til refsingar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, s.s. brot á almennum hegningarlögum.

Síðast uppfært 1. febrúar 2018