- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám
- Erlent samstarf
Í nútímasamfélagi er lögð rík áhersla á umhverfismál. Það er því mikilvægt að skólar gangi á undan með góðu fordæmi og sinni þessum málum af alúð. Fjölbrautaskóli Snæfellinga vill sinna þessu hlutverki sínu vel og mun hafa umhverfissjónarmið og verndun náttúrunnar að leiðarljósi.
Aðbúnaður, heilsuefling og vinnuverndarstefna
Við viljum stuðla að bættri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Slíkt næst ekki nema með sameiginlegu átaki allra sem að skólanum koma. Lögð skal áhersla á að vinnuaðstaða allra í skólanum sé í samræmi við viðurkennda staðla. Stefnt skal að því að draga úr hvers kyns ryksöfnun í skólanum og að hafa öll raftæki sem geta haft hættulega útgeislun eða hávaða í hæfilegri fjarlægð frá vinnurými. Valinn verði öryggistrúnaðarmaður úr hópi starfsmanna sem starfar með stjórnendum skólans. Ef ágreiningsmál koma upp er þeim vísað til vinnueftirlitsins.
Umhverfisstefna
Við viljum að umhverfi skólans verði gróðursælt og snyrtilegt. Trjáplöntur verði gróðursettar og vel hugsað um lóð skólans þannig að starfssvæði skólans endurspegli á hverjum tíma metnað skólasamfélagsins fyrir umhverfi sínu. Við viljum efla vitund allra um mikilvægi þess að draga úr sóun á öllum sviðum og hvetja til almennrar umræðu um umhverfismál. Stefnt skal að því að endurvinna og endurnýta pappír og fleira sem til fellur.
Helstu umhverfisaðgerðir sem skólinn hefur sett sér:
Umhverfisnefnd skipa:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari
Ólafur Tryggvason umsjónarmaður fasteigna
Lilja Magnúsdóttir skólafulltrúi og leiðtogi FSN í Grænum skrefum.
Árni Ásgeirsson fulltrúi kennara
fulltrúi nemenda
Uppfært 28. september 2020