Rýmingaráætlun FSN

Rýmingaráætlun fyrir FSN

Við hættuástand getur reynst nauðsynlegt að rýma skólann. Grundvallaratriði er að starfsfólk og nemendur hafi æft viðbrögðin þannig að þau komi eins og af sjálfu sér þegar á þarf að halda.

Við þann hraða sem ræður ferðinni við brátt hættuástand er ekki svigrúm til miðstýrðra fyrirmæla. Hver starfsmaður verður því að vita hvað hann á að gera, og nota eigin dómgreind til að meta aðstæður, t.d. hvar nemendur eru hverju sinni, hvort hann eigi að fara út með nemendahópinn út um venjulega útgönguleið eða út um neyðarútganga.

Rýmingaræfing kennara

Útskýra þarf tilgang æfinganna fyrir nemendum, sem er að:

  • auka öryggi og þekkja viðvörunarbjöllurnar
  • kunna að bregðast rétt við og æfa fumlaus viðbrögð
  • koma í veg fyrir slys við rýmingu á húsnæði og þekkja bestu leiðirnar úr skólahúsinu. Rýmingarleiðir eru merktar á teikningu með örvum og allir neyðarútgangar eru merktir með grænu lýsandi skilti.

Sjálfsagt er að ræða við nemendur að æfing er alvarlegs eðlis, - en ekki leikur. Áríðandi er að útskýra vel fyrir nemendum að ef viðvörunarbjallan þagnar fljótlega eftir að hún fer af stað og fer ekki í gang aftur er um bilun eða falska viðvörun er að ræða. Þ.e.a.s. við forviðvörun vita nemendur og kennarar að hætta getur verið á ferðum, en ekki er þó farið út fyrr en við fulla hringingu. Ef á hinn bóginn bjallan fer af stað aftur og stöðvast ekki er hætta á ferðum og rýma þarf húsið. Kennari stýrir útgöngu sinna nemenda.  Hver kennari fer yfir hvar nemendur safnast saman til manntals og nánari fyrirmæla (samkomustaður). Ef aðstæður leyfa fara nemendur í úlpur og skó (ekki reima, setja reimarnar niður í skóna), því ekki er hægt að senda nemendur klæðalítil út í válynd veður nema í ýtrustu neyð. Hver nemendahópur safnast saman á samkomustað en staðirnir eru valdir þannig að þeir trufli ekki nauðsynlegt athafnasvæði neyðarstarfsmanna við bygginguna.

Rýming (skólaæfing / hættuástand)

Stjórnstöð viðvörunarkerfis gefur stjórnendum og umsjónarmanni hússins skilaboð um hvar neyðarboði fer af stað. Upptök eru könnuð eins hratt og mögulegt er. Bjallan er stöðvuð á meðan, ef um hættu er að ræða er bjallan gangsett á ný. Þá fyrst ber að rýma húsið. Húsið er rýmt samkvæmt áætlun (sjá rýmingaræfing kennara). Þegar allir eru komnir út er nauðsynlegt að starfsmenn sjái um að ekki sé farið inn í skólann aftur fyrr en æfingu er lokið eða hættuástand yfirstaðið. Kennari tryggir að allir nemendur hans hafi skilað sér á samkomustað. Ef svo er ekki kemur hann boðum til skólameistara sem verður á lóðinni. Skólameistari tryggir að neyðarstarfsmenn fái þessar upplýsingar, svo leit hefjist snarlega í byggingunni. Allir starfsmenn verða að leggjast á eitt þannig að rýming hússins verði fumlaus og róleg, án troðnings (ekki hlaupa).  

Hópar halda sig á sínu svæði þar til merki hefur verið gefið um að æfingu sé lokið eða hættuástand afstaðið. Samkomustaðir eru 2, annar er við neyðarstiga út úr Kviku og hinn er á plani fyrir framan anddyri skólans. Samkomustaður er ákveðinn á hverjum tíma og fer eftir veðri. Eftir talningu á nemendum við skólann safnast allir saman í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

Hlutverk starfsfólks

Skólameistari hefur yfirsýn yfir rýmingu, og veitir upplýsingar til neyðarstarfsmanna þegar þeir koma að skólanum.

Kennari ber ábyrgð á sínum nemendahópi og rýmir þau svæði sem hann er að kenna á. Kennarar í sal rýma líka Kytru, Kríli, Raun, Rein og  gang að Smiðju. Kennari í Býli rýmir líka Bæ og Nemó.

Skólafulltrúi tryggir að hringt sé í slökkvilið og hefur með sér tengslamöppu nemenda og foreldra.

Umsjónarmaður fasteigna aðstoðar við rýmingu, og er neyðarstarfsmönnum til aðstoðar. 

Deildarstjóri starfsbrautar eða staðgengill hans ber ábyrgð á að koma nemendum sínum út á samkomustað.

Hlutverk starfsmanna á skrifstofu skiptast niður með eftirfarandi hætti:

Kennarar á kennarastofu:

Skrifstofna ber ábyrgð

Fjármálastjóri:

Skólafulltrúi:

Námsráðgjafi:

Ljósritunarrými

Býli

Kennslusalur

Höfði

Kennarastofa

Bær

Kytra

Heiði

Salerni starfsmanna

Nemó

Kríli

Hæð

Matsalur

Dimma

Raun

Lind

 Fiskabúr

Salerni fatlaðra

Rein

Tjörn

 Smáfiskabúr

Kvika og lyfta

Gangur að smiðju og smiðja

 

   

Tengslamappa

 

 

Ef mönnun á skrifstofu er ekki með ofangreindum hætti þarf starfsmaður skrifstofu að leita aðstoðar til að uppfylla þessi hlutverk.

Allir noti eigin dómgreind sem grundvöll ákvarðanatöku !

 Uppfært 7.2.2023