Áfangi í réttarvísindum kenndur í FSN

 

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði er boðið uppá nýjan áfanga á haustönn 2020. Það eru kennararnir Árni Ásgeirsson og Birta Antonsdóttir sem kenna SAKA áfangann. Þar geta nemendur kynnst grunnatriðum réttarvísinda, helstu hugtökum í tengslum við sálfræði og afbrot, söfnun fingrafara, DNA greiningar og greiningu blóðflokka. Kennarar setja upp ákveðin sakamál og svo fá nemendur ákveðnar vísbendingar sem þeir eiga svo að vinna eftir. Ef þeim tekst að ná árangri í rannsókn og spyrja réttu spurninganna fá nemendur næstu vísbendingu. Þeir læra að taka fingraför, greina blóð og blóðslettur og afla sönnunargagna á glæpavettvangi svo eitthvað sé nefnt.

Góð aðsókn er í SAKA enda um spennandi áfanga að ræða. Mikið er lagt í undirbúning og uppsetningu á sakamálum til að gera námið sem raunverulegast. Til að mynda hafa aðrir kennarar verið fengnir í að lesa fréttir og leika í fréttainnslögum um sakamál. Vonir eru bundnar við að þessi mjög svo spennandi áfanga nái að festa sig í sessi hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.