Reglur um námsferðir nemenda í framhaldsdeild

Eftirfarandi reglur gilda fyrir nemendur sem stunda nám í framhaldsdeild FSN. Við upphaf námsins skulu reglurnar kynntar nemendum og skulu þeir gangast undir að fylgja þeim í einu og öllu í þeim námsferðum sem farnar eru á vegum deildarinnar.

 1. Nemendur skulu kappkosta að vera til sóma hvar sem þeir kunna að koma við í námsferðum sínum.
 2. Dvalarstaður í námsferð er alla jafna gistiheimili í Grundarfirði.
 3. Ákveðnar reglur gilda á gistiheimilinu. Umsjónarmaður á staðnum og starfsmaður sem er með í ferðinni hafa eftirlit með að reglunum sé fylgt.
 4. Nemendur skulu sækja skóla daglega.
 5. Nemendur skulu dvelja á dvalarstað frá klukkan 23:00 til klukkan 07:00. Þá skal enginn óviðkomandi vera á staðnum á vegum nemenda. Næðistími er á frá klukkan 00:00 til 07:00 alla virka daga. Nemendur skulu gæta þess sérstaklega að umgangur þeirra þeirra valdi engu ónæði á næðistíma. Nemendur skulu koma beint heim að loknum skólaskemmtunum sem standa lengur en til kl. 23.00.
 6. Nemendur skulu ávallt ganga hljóðlega um dvalarstað og mega aldrei raska ró annarra gesta eða samnemenda með hávaða og illri umgengni.
 7. Öll neysla matar á að fara fram í eldhúsaðstöðu og ganga frá strax að loknum máltíðum.
 8. Öll meðferð áfengra drykkja og annarra vímuefna á dvalarstað sem og á lóð, er stranglega bönnuð. Brot á þessum ákvæðum varða brottrekstur úr framhaldsdeildinni og verður farið fram á að nemandi verði sóttur af forráðamanni svo fljótt sem kostur er. Drukknu fólki er ávallt óheimilt að vera á á vegum nemenda á dvalarstað. Reykingar eru bannaðar innanhúss á dvalarstað.
 9. Nemendur skulu halda herbergjum sínum hreinum og snyrtilegum. Nemendur skulu ganga vel um hús, lóð og umhverfi dvalarstaðar.
 10. Nemendur bera fulla ábyrgð á hegðun sinni á dvalarstað. Skemmdir á húsi eða búnaði skal tilkynna umsjónarmanni eða deildarstjóra framhaldsdeildarinnar tafarlaust. Nemendum ber að bæta skemmdir að fullu. Skemmdir, sem unnar eru vísvitandi eða ekki er tilkynnt um, geta valdið útilokun frá námsferðum.
 11. Nemendur skulu þekkja skólareglur FSN um umgengi og hegðun í skólanum og fylgja þeim meðan á námsdvöl stendur. Nemendur skulu fylgja þeim reglum um tölvunotkun sem gilda í skólanum.
 12. Þau fá hafragraut í upphafi skóladags. Kvöldverður er á ábyrgð hvers og eins.
 13. Nemandi sem hefur leyfi foreldra til að dveljast utan dvalarstaðar í námsferð eða til að verða eftir á dvalarstað þegar námsferð lýkur skal skila skriflegu leyfisbréfi frá foreldri sem fylgt er eftir með símtali, leyfisbréfið skal afhent við upphaf námsferðar.
 14. Brjóti nemendur þessar reglur mun brotið verða tilkynnt til skólameistara tafarlaust og tekur skólameistari þá ákvörðun um viðurlög. Viðurlög eru áminning, útilokun frá námsferðum eða brottrekstur úr skóla um ákveðinn tíma. Sinni nemandi ekki endurtekinni áminningu getur orðið um að ræða endanlega brottvísun frá námi. Útilokun frá námsferðum eða brottvísun er í höndum skólameistara og skal vera skrifleg. Sérhver nemandi getur kært annan nemanda fyrir brot á reglum til fararstjóra, deildarstjóra eða beint til skólameistara.

Síðast breytt 10.08.2022