Í neðangreindri grein er sagt frá þróunarverkefninu SNÆ við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Verkefnið fólst í samþættingu námsgreina og tók yfir þrjú skólaár. Markmiðum verkefnisins er lýst og sagt frá undirbúningi þess og framkvæmd. Fjallað er um samþættingu námsgreina, námsmat, erlent samstarf og mat lagt á verkefnið í heild. Meginniðurstaða höfunda er að nám með þessum hætti hafi mun fleiri kosti en ókosti.
Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir eru kennarar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.