Áfangar

Áfangi kallast skilgreint námsefni í tiltekinni námsgrein í eina önn. Við lok annar fer fram námsmat og hlýtur þá nemandi, sem staðist hefur áfangann með tilskildum árangri, ákveðinn einingafjölda fyrir.

Um leið og búið er að skipta námsefni hverrar greinar í áfanga eins og hér hefur verið lýst er óþarfi að ætlast til að nemendur sem hefja nám samtímis í skólanum leggi stund á sama námsefni líkt og gera verður í bekkjakerfi. Þarna er komið að hluta að því valfrelsi sem talið er einn helsti kostur áfangakerfisins.

Áfangakerfið býður upp á sveigjanlegan námstíma. Nám á stúdentsbrautum er sett upp sem þriggja ára nám en með sveigjanlegum námstíma geta nemendur lokið stúdentsprófi á þremur og hálfu ári eða jafnvel fjórum.