Leiðbeiningar fyrir val

Öllum nemendum FSN, sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2023, er skylt að velja áfanga fyrir næstu önn.  Valið er bindandi.

  1. Farið vel yfir valið og ferilinn.  
  2. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið slegið valið inn sendið þið skilaboð á umsjónarkennara ykkar og látið hann vita að þið séuð búin að velja. 
  3. Veljið tvær greinar til að setja í varaval.
  4. Munið að vanda val ykkar því það er bindandi og verður einungis breytt ef brýn ástæða er til.
  5. Þeir einir teljast á síðustu önn sem eiga 40 eða færri bóklegum einingum ólokið.
  6. Við úrvinnslu valsins verður höfð hliðsjón af námsárangri á síðustu önnum. Síst verður hróflað við vali þeirra nemenda sem sýnt hafa að þeir ráða við fulla töflu.
  7. Sex fimm eininga áfangar að viðbættri líkamsrækt telst full tafla eða 30 til 32 einingar.

Leiðbeiningar fyrir val í Innu