Reglur um nemendaferðir

Reglur um nemendaferðir á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  • Nemendaferðir, sem skipulagðar eru á vegum skólans eru á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og  þess kennara sem fer fyrir hópnum sem fararstjóri.
  • Fararstjóri skal halda fund með foreldrum nemenda yngri en 18 ára sem í skólaferðalagið fara og kynna þær reglur og þau skilyrði sem nemendur verða að uppfylla í ferðinni.
  • Nemendur í ferðum í nafni skólans eru fulltrúar hans. Þeim ber að sýna fyrirmyndarhegðun og vera skólanum til sóma.
  • Skipulögð ferða- og hvíldaráætlun ásamt dagskrá  ferðarinnar skal liggja fyrir áður en skólameistari veitir leyfi fyrir ferð á vegum skólans.
  • Kennari skal gæta þess að nemendur samþykki ferðaáætlun með undirskrift sinni. Nemendur undir 18 ára aldri skulu einnig undirrita ferðaáætlun ásamt forráðamanni.
  • Nemendur skulu hafa næði til svefns á þeim tíma sem fararstjóri/ar ákveður/ákveða.
  • Nemendaferðir eru eingöngu fyrir skráða nemendur skólans. Ekki er heimilt að taka með sér gesti utan hans.
  • Nemendum ber að hlíta fyrirmælum fararstjórnar.
  • Meðferð vímuefna í ferðum á vegum skólans er stranglega bönnuð.
  • Kennari getur sent nemendur heim á þeirra kostnað ef um alvarleg brot er að ræða. Í slíkum tilvikum er haft samband við foreldra, sem sækja nemandann sé því við komið.
  • Nemendur skulu greiða sinn hlut ferðarinnar áður en lagt er af stað í hana.

 

Síðast uppfært 11. janúar 2019