Lokaverkefni annar

Við lok annar eru áætlaðir fimm kennsludagar til að vinna að lokaverkefnum í áföngum. Lokaverkefni hvers áfanga er hluti af verkefnavinnu áfangans og á alls ekki að vera sérstök viðbók. Markmið lokaverkefna er tvíþætt, annars vegar að nemendur sýni fram á þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast á önninni og hins vegar að nemendur og kennarar hafi lengri samfelldan tíma til verkefnavinnu til umráða.

Verkefni geta verið alls konar enda alfarið í höndum kennara að útfæra þau. Eins og með öll önnur verkefni nemenda þá á umfang þeirra að miðast við þann klukkustundafjölda sem nemendur hafa til að vinna þau. Kennarar geta ákveðið hvort þeir vilja nýta einhverja aðra daga á önninni til undirbúnings verkefna og munu þá tilkynna nemendum það.

Lokaverkefnin eiga að vera hluti af áfanganum en ekki viðbót og því hluti af kennsluáætlun áfangans.