Gæðastefna

Gæðastefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er lögð áhersla á þekkingu, þroska og þróun í allri starfsemi skólans með hag nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Til að stuðla sem best að þessu er stefnt að því að taka upp vottað gæðastjórnunarkerfi, ISO:9001. Fyrsta skrefið var stigið á haustönn 2019 og vorönn 2020 þegar skólinn vann að jafnlaunavottun. Næsta skref verður að innleiða gæðakerfi sem stenst kröfur og stefna að því að sækja um vottun annarra hluta skólastarfsins.

Mannauðsstjóri skal sinna innra eftirliti og stöðugum umbótum og ber starfandi gæðaráð ábyrgð á þeim umbótaverkefnum sem í gangi eru hverju sinni. Gæðaráð er skipað mannauðsstjóra sem leiðir starfið, þremur kennurum auk skólameistara.

Unnið er eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 (kafli VII) um mat og eftirlit með gæðum, svo og 31. og 32. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 þar sem kveðið er á um stefnumótun ríkisaðila í A-hluta til þriggja ára og ársáætlanir þeirra.

Stefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu skólans.

Sett inn 20.10.2020