Gæðastefna

Gæðastefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er lögð áhersla á þekkingu, þroska og þróun í allri starfsemi skólans með hag nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Mannauðsstjóri skal sinna innra eftirliti og stöðugum umbótum og ber starfandi gæðaráð ábyrgð á þeim umbótaverkefnum sem í gangi eru hverju sinni. Gæðaráð er skipað mannauðsstjóra sem leiðir starfið, þremur kennurum auk skólameistara.

Unnið er eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 (kafli VII) um mat og eftirlit með gæðum, svo og 31. og 32. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 þar sem kveðið er á um stefnumótun ríkisaðila í A-hluta til þriggja ára og ársáætlanir þeirra.

Stefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu skólans.

Uppfært 12.10.2023