Nýsköpunar- og frumkvöðlabraut

Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun og tækni. Í námi sínu tileinka nemendur sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér verkleg, skapandi og listræn vinnubrögð. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi. Frjálst val á brautinni er 14 einingar og er nemendum bent á að nota það til að styrkja undirbúning sinn fyrir það nám sem stefnt er að í háskóla.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði inn á brautina er að nemandi hafi einkunnina B í ensku, stærðfræði, dönsku og íslensku úr grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita skapandi, verklegri og listrænni hugsun við lausnamiðað nám og nýta styrkleika sína
  • vinna markvisst í hópi, bæði í námi og starfi
  • takast á við frekara nám og störf í skapandi greinum hérlendis og erlendis
  • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum
  • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði frumkvöðlafræði og upplýsingatækni
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt
  • meðhöndla og túlka tölulegar upplýsingar

 Skipting á annir

Kjarni brautar (sameiginlegur með öðrum stúdentsbrautum) 91 eining

Námsgrein         1. þrep 2. þrep 3. þrep
Danska
 DANSL2LH05          5  
Enska
 ENSK2SG05  ENSK2OL05  ENSK3OG05  ENSK3OR05    10  10
Inngangur að félagsvísindum
 INNF1IF05        5    
Inngangur að náttúruvísindum 
 INNÁ1IN05        5    
Íslenska
 ÍSLE2MB05  ÍSLE2FR05  ÍSLE3BS05  ÍSLE3RN05    10  10
Íþróttir
         4    
Kynjafræði
 KYNJ2KY05          5  
Lokaverkefni
 LOKA3VE03            3
Lokaverkefni með náms- og starfsráðgjöf
 LOKA2FV01          1  
Lýðheilsa
LÝÐH1HE04 LÝÐH1GR04     8    
Skyndihjálp
SKYN2GR02         2  
Stærðfræði
STÆR2SD05 STÆR2TV05       10  
Upplýsingatækni
UPPD1SM03       3    
Samtals einingar
        25 43 23

Þriðja tungumál - 15 einingar

Námsgrein
1. þrep
Þriðja tungumál -
15

Sérhæfing brautar - 80 einingar

Námsgrein
      1. þrep 2. þrep 3. þrep
Bókfærsla BÓKF2BF05        5  
Forritun FORR1GR05 FORR2MY05 FORR3MY05  5  5  5
Frumkvöðlafræði FRUM2HN05 FRUM3KT05      5  5
Grunnteikning GRTE1FF05      5    
Hönnun NÝFR2HH05        5  
Inngangur að frumkvöðlafræði og nýsköpun INFN1IN05      5    
Inngangur að listum INNL1IL05      5    
Markmiðlun MARG2MA05 MARG3SM05 MARG3HM05    5  10
MEMA MEMA2MM05        5  
Nýsköpun NÝSK2HH05 NÝSK3NF05      5  5
Samtals einingar       20 35 25
 
 

Frjálst val nemenda eru 14 einingar. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 60 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 45 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í eftirtöldum áföngum á 1. þrepi. ÍSLE1UN05ENSK1BY05DANS1GR05 og STÆR1GR05

 Síðast breytt 16.03.2021