Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun og tækni. Í námi sínu tileinka nemendur sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér gott verkleg sem og skapandi og listræn vinnubrögð.
Námið er hannað og skipulagt eftir hugmyndafræði nýsköpunarmenntar. Unnið er eftir viðurkenndum ferlum og innihaldi viðskiptaáætlana. Viðfangsefni nemenda eru unnin í samstarfi og tengingu við atvinnulífið - meðal annars með gestafyrirlesurum og vettvangsheimsóknum í fyrirtæki. Nemendur eru virkjaðir í skapandi vinnubrögðum og vinna með hugmyndir sýnar á fjölbreyttan og raunhæfan máta. Að námi loknu hafa þau öðlast færni til þess að hagnýta þau verkfæri sem þeir hafa öðlast til þess að takast á við áskoranir atvinnulífsins. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er skapandi nám þar sem nemendur fá frelsi til að vinna með eigin hugmyndir á sama tíma og þau þjálfuð í viðurkenndum vinnubrögðum og verkferlum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði inn á brautina er að nemandi hafi einkunnina B í ensku, stærðfræði, dönsku og íslensku úr grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- beita skapandi, verklegri og listrænni hugsun við lausnamiðað nám og nýta styrkleika sína
- vinna markvisst í hópi, bæði í námi og starfi
- takast á við frekara nám og störf í skapandi greinum hérlendis og erlendis
- skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum
- nýta sér góða almenna þekkingu á sviði frumkvöðlafræði og upplýsingatækni
- miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt
- meðhöndla og túlka tölulegar upplýsingar
Skipting á annir
Þriðja tungumál - 15 einingar
|
Námsgrein
|
1. þrep
|
Þriðja tungumál -
|
15
|
Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi. Frjálst val á brautinni er 52 einingar og er nemendum bent á að nota það til að styrkja undirbúning sinn fyrir það nám sem stefnt er að í háskóla.
BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í eftirtöldum áföngum á 1. þrepi. ÍSLE1UN05, ENSK1BY05, DANS1GR05 og STÆR1GR05
Síðast breytt 09.05.2022