Námsráðgjöf

Allir nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Hann hefur aðsetur í Lind. Agnes Helga Sigðurðardóttr sinnir námráðgjöf við FSN og er hægt að hafa samband við hana á netfangið agnes@fsn.is.

Starfssvið náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum m.a. aðstoð við skipuleggja nám sitt og veitir viðtöl eftir samkomulagi. 

Náms- og starfsráðgjöf er persónuleg leiðsögn við nemendur og fer fram í trúnaði. Nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa af margvíslegum ástæðum og einnig geta kennarar vísað nemendum til náms- og starfsráðgjafa.

NÁMSTÆKNI OG SKIPULAGNING TÍMA

  • Tímaáætlanir, gott skipulag, markviss vinnubrögð og góð ástundun erulykilþættir sem stuðla að góðum námsárangri.
  • Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að skipuleggja og halda utan nám sitt.

NEMENDUR MEÐ SÉRTÆKA NÁMSÖRÐUGLEIKA

Nemendur sem hafa fengið greiningu um námsörðugleika hjá sérkennara, sálfræðingi eða lækni þegar þeir byrja í skólanum eiga að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa sem fyrst. Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér má sjá upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.

VEIKINDI

Nemendur sem eiga við langtímaveikindi að stríða sem hamla þeim við nám og/eða mætingar eiga að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa. Þeir meta með hvaða móti skólinn getur komið til móts við nemendur svo að viðkomandi geti stundað námið. 

PERSÓNULEGIR ERFIÐLEIKAR 

Erfiðar aðstæður nemenda, skilnaður foreldra, vandamál í einkalífi, þungun, kvíði s.s. prófkvíði, þunglyndi, lítið sjálfstraust, vinaleysi, einelti, ofbeldi, vímuefnanotkun o.fl. geta haft mjög slæm áhrif á gengi í námi. 

Nemendur eru hvattir til að leita aðstoðar ef slíkt kemur upp og náms-og starfsráðgjafar vinna í samstarfi við sálfræðing og hjúkrunarfræðing að lausn mála. 

UPPLÝSINGAR

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um nám og námsleiðir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og öðrum skólum. Á þetta m.a. við aðra framhaldsskóla, sérskóla og háskóla. Jafnframt er veitt aðstoð við að afla upplýsinga um nám erlendis.

RÁÐGJÖF VEGNA VALS Á NÁMI OG STARFI

Margir nemendur eru tvístígandi og vita ekki hvaða nám hentar þeim eða hvernig nám og störf tengjast. Því þurfa þeir stundum á ráðgjöf að halda. 

FORVARNIR

María Kúld Heimisdóttir er forvarnarfulltrúi skólans. Forvarnarfulltrúi og/eða tengiliðir nemendafélags eru á öllum skólaböllum. Á þeim er nemendum boðið að blása í áfengismæli og þeir sem gera það fara í svokallaðan edrúpott en úr honum eru dregnir út vinningar eftir ballið.

Ef foreldrar hafa áhyggjur af unglingnum sínum er þeim velkomið að hafa samband við Maríu á netfanginu maria@fsn.is.