Eineltisáætlun

Starfsfólk og nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga líða ekki einelti og viljum að allir njóti virðingar í námi og starfi.

Einelti er áreiti sem einstaklingur verður fyrir af hendi ákveðins einstaklings eða einstaklinga, meðvitað eða ómeðvitað. Áreitið er neikvætt og síendurtekið og getur birst sem illgjörn stríðni, útilokun, hótanir og líkamlegt ofbeldi. Sá sem verður var við einelti er skylt að láta skólastjórnendur, umsjónarkennara eða námsráðgjafa vita.

Grunur um einelti:

 • Sá sem verður fyrir einelti er ráðlagt að láta vita af málsatvikum og ræða við skólastjórnendur, umsjónarkennara eða námsráðgjafa.
 • Kennarar/starfsmenn hafa samband við námsráðgjafa ef þeir hafa grun um að nemandi sé lagður í einelti.
 • Nemendur setja sig í samband við námsráðgjafa eða umsjónarkennara telji þeir sig verða fyrir einelti eða verða varir við að samnemandi þeirra sé lagður i einelti.
 • Námsráðgjafi og  umsjónarkennara vinna saman að lausn málsins sé nemandinn yngri er 18 ára.
 • Allar ábendingar eru kannaðar til hlýtar.
 • Unnið er með ábendingar í trúnað

Viðbragðsáætlun gegn einelti er eftirfarandi:

 • Grunur leikur á að um einelti sé að ræða.
 • Umsjónarkennarar aðila, námsráðgjafi og aðstoðarskólameistari kynna sér málið.
 • Aðilar eru boðaðir í viðtal og reynt að skapa sátt.
 • Haft er samband við forráðamenn ólögráða nemenda.
 • Málinu er vísað til skólameistara ef ekki næst sátt og skólameistari tekur ákvörðun um beitingu viðurlaga.
 • Námsráðgjafi og umsjónarkennarar fylgja málinu eftir og kanna hvort úrlausn hafi náðst.
 • Gögn um málið eru geymd hjá námsráðgjafa.