Fjarnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjarnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga er hugsað fyrir þá sem geta ekki stundað nám á hefðbundinn hátt eða kjósa að vera í fjarnámi. Fjarnám kallar á enn  meiri ábyrgð og sjálfsaga en nám í dagskóla og eykur þekkingu, kunnáttu og hæfni til vinnu án staðsetningar.

Nemendur hafa aðgang að kennurum í gegnum TEAMS, tölvupóst eða kennsluvefinn MOODLE. Sömu kröfur eru gerðar til námsins, hvort sem um er að ræða fjarnám eða staðnám.

Umsókn um fjarnám má finna hér. Einnig má hafa samband við námsráðgjafa FSN, Agnesi Helgu Sigurðardóttur, agnes@fsn.is