Loftlagsstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Fjölbrautaskóli Snæfellinga vill leggja sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamkomulagins  sé náð og að taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftlagsbreytingar.

 Fram til 2030 mun Fjölbrautaskóli Snæfellinga draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 40% miðað við árið 2019. Mun skólinn planta trjám í nærumhverfinu og notast við fjarfundi. Fjölbrautaskóli Snæfellinga mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri og taka á matarsóun en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2020.

 Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum og yfirlýsingu forstöðumanna stofnana Mennta- og menningarmálaráðuneytis um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysis.

Stefnan nær til samgangna á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga, orkunotkunar, úrgangsmyndunar og umhverfisfræðslu. Stefnan nær til allrar starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, bygginga, mannvirkja og framkvæmda. Umhverfisnefnd verður virkjuð og fundar á hverju skólaári. Umhverfisfræði er kennd við skólann og allir nemendur fá fræðslu í umhverfisfræði í grunnáföngum.

Loftlagsstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga er rýnd á hverju ári af stýrihóp umhverfismála og yfirmarkmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga.      

Ábyrgðarmaður loftlagsstefnu FSN er skólameistari.

Sett inn 10.05.2021