Opin braut

Á opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 117 eininga kjarna. Nemendur velja síðan 83 einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum áföngum, áföngum í íþrótta- og lýðheilsugreinum, listgreinaáföngum og öðrum áföngum sem skólinn samþykkir. Opinni braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.

Námsbrautarlýsing