Vinnumatsnefnd

Vinnumatsnefnd FSN
Árni Ásgeirsson, kennari.
Kristín Rós Jóhannesdóttir, kennari.
Sólrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari.
 
Vinnumat áfanga fer fram í skólum í samstarfi skólastjórnenda og kennara. Innan hvers skóla starfar vinnumatsnefnd þar sem haft er samráð um gerð og þróun vinnumatsins. Nefndin er skipuð jafn mörgum fulltrúum kennara og stjórnendum skólans.

Ef vinnumatsnefnd tekst ekki að ná samstöðu um mat á nýjum eða breyttum áfanga eða breyttu kennslulagi til vinnustunda er formlegum fulltrúum skólans eða kennara heimilt að vísa ágreiningnum til úrskurðar. Báðir aðilar gera þá grein fyrir sjónarmiðum sínum. Til að úrskurða um ágreining fjallar fjögurra manna ráð sem skipað er tveimur fulltrúum tilnefndum af mennta- og barnamálaráðuneytinu og tveimur af Kennarasambandi Íslands. Takist því ráði ekki að komast að niðurstöðu hefur sáttanefnd Kennarasambands Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins samkvæmt kjarasamningum lokaorð í málinu. Sjá nánar viðauka 1 í kjarasamningi aðila frá 21. apríl 2018.

5.12.2022