- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám
- Erlent samstarf
Heilsuefling í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna, foreldra og nemenda og skal unnin í góðum tengslum við nærsamfélagið. Miðað er að því að bæta heilsu og líðan allra þeirra sem koma að starfi skólans, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Með verkefninu er ætlunin að auka vitund um gildi bættrar heilsu og líðan meðal nemenda og starfsfólks, auk þess að hvetja til virkrar þátttöku. Stefna skólans er fyrst og fremst sú að tryggja eins góða og heilsusamlega vinnuaðstöðu og völ er á.
Meginmarkmið heilsueflingar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga:
Að marka stefnu um heilbrigði, hollustuhætti, aðbúnað og öryggi þeirra sem nema og starfa við skólann. Þeirri stefnu er ætlað að hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum.
Undirmarkmið:
Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur sett sér sex undirmarkmið sem snúa að aukinni hreyfingu og hollu mataræði, góðri andlegri og líkamlegri heilsu, forvörnum, auk þess að stuðla að jafnrétti og öryggi í húsnæði skólans og viðburðum á hans vegum.
Markmið skólans eru eftirfarandi:
1. Hvetja nemendur og starfsfólk til hreyfingar, heilsusamlegs lífernis og efla vitund um ávinning hreyfingar fyrir bæði líkamlega og andlega vellíðan.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
2. Í öllu starfi skólans sé það haft að leiðarljósi að hlúa að vellíðan allra þeirra sem koma að starfi skólans, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Nemendur og starfsfólk fái að njóta sín og rækta hæfileika sína og leggi sig fram við að halda góðan skólabrag. Í skólastarfinu sé borin virðing fyrir fjölbreytileika og unnið gegn fordómum.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
3. Stuðla að aukinni vitund um næringu og mikilvægi góðrar næringar. Ýta undir hollari neysluvenjur meðal nemenda og starfsfólks.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
4. Miðla upplýsingum um skaðsemi vímuefna til nemenda og starfsfólks.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
5. Innan skólans sé unnið að jafnrétti og kynheilbrigði. Að á vegum skólans sé virk jafnréttisstefna og starfandi jafnréttisfulltrúi.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
6. Tryggja öryggi nemenda og starfsfólks í húsnæði skólans og á viðburðum tengdum skólastarfi. Tryggja að öryggisáætlun skólans sé framfylgt.
Að þessu verður unnið m.a. með því að:
Við skólann starfar heilsueflingarteymi. Í þessu teymi sitja:
María Kúld Heimisdóttir, teymisstjóri heilsueflingar.
Agnes Helga Sigurðardóttir, ráðgjafi.
Gísli Pálsson, félagslífsfulltrúi FSN.
Hermann Hermannsson, mannauðsstjóri.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari.
Sólrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari.
05.03.2021