TEEN TV - Comenius 2010 - 2012

Markmið Menntaáætlunar ESB er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á samskipti, samstarf, samnýtingu reynslu og þekkingar um menntun og þjálfun í Evrópu. Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun. Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum.
Í þessu samstarfi eru kennarar frá níu löndum: Ítalíu, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni, Grikklandi, Póllandi og Íslandi. Við hittumst fyrst haustið 2010 á Ítalíu og nú erum við að hittast hér i Grundarfirði. Þessi hópur samanstendur af 16 kennurum og 18 nemendum. Við sóttum hópinn suður á laugardag, fórum í bláa lónið, borðuðum saman og komum gestunum í áfangastað en kennarar gista á hóteli í Grundarfirði en nemendur heima hjá íslenskum gestgjöfum sínum í Snæfellsbæ. Grundarfirði og Stykkishólmi. Á sunnudag fórum við í kringum Snæfellnes, komum við í Pakkhúsinu í Ólafsvík þar sem Barbara Fleckinger tók á móti nokkur, síðan borðuðum við kjötsúpu á Arnarstapa og keyrðum þaðan inn í Stykkishólm og heimsóttum Vatnasafnið og Eldfjallasafnið þar sem Sigurður Bjarnason tók á móti okkur og fræddi um söfnin. Mánudagurinn var ætlaður til vinnu og samráðs hjá nemendum og kennurum en veðrið lék okkur grátt og skólaakstur féll niður. Nemendur höfðu því góðan tíma til að kynnast, hver í sínum bæ og gerðu þau ýmislegt sér til gamans. Það viðraði betur á þriðjudeginum þannig að dagskráin gat haldið áfram og á dagskránni er að horfa á myndbönd frá nemendahópi hvers lands, læra smá um klippingar og ákveða næsta þema. Myndböndin sem horft er á núna sýna hversdaglegt líf unglinganna og jólin. Á þriðjudagskvöld er svo fjölskyldukvöldverður og kveðjustund því gestirnir yfirgefa landið á miðvikudag.

Blaðagrein frá desember 2010
Blaðagrein frá vori 2011
Frétt um heimsókn til okkar
Blaðagrein frá desember 2011