EKKO ráð FSN
Hlutverk
EKKO ráðið ber ábyrgð á að tryggja öruggt og heilbrigt skólaumhverfi þar sem einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi eru ekki liðin. Ráðið sinnir móttöku, mati, málsmeðferð, samráði og eftirfylgni í öllum formlegum EKKO málum. EKKO ráðið er ábyrgðaraðili fyrir öruggum vinnuferlum, réttlátri málsmeðferð og stuðningi við nemendur og starfsfólk. Það tryggir að öll EKKO mál séu tekin alvarlega, unnin af fagmennsku og í fullum trúnaði.
Tilgangur og markmið
EKKO ráðið fer með ábyrgð á:
• að tryggja öruggt og heilbrigt skólaumhverfi
• að taka við og vinna úr ábendingum og tilkynningum
• að meta mál og ákveða viðeigandi málsmeðferð (óformlega eða formlega)
• að tryggja trúnað og persónuvernd í allri vinnu
• að útbúa viðbrögð og stuðning fyrir þolendur og aðra aðila
• að fylgja málum eftir þar til lausn næst
• að tryggja fræðslu og forvarnir innan skólans
• að vinna eftir leiðarljósum FSN, trúnaði, trausti, virðingu, varfærni, hæfni og hugrekki
Helstu verkefni
• tekur við tilkynningum og ábendingum
• hefur samband við aðila máls og veitir stuðning
• kannar mál og framkvæmir kortlagningu ef þarf
• ákveður viðbrögð og úrræði í samráði við viðkomandi
• tryggir skráningu mála í samræmi við persónuvernd
• boðar fundi og samræmir aðgerðir innan skólans
• leitar til utanaðkomandi sérfræðinga ef við á
• fylgir málum eftir og lokar þeim formlega þegar lausn liggur fyrir
Ráðið starfar samkvæmt gildandi lögum, reglugerðum og verkferlum innan FSN