Umsagnir

Nemendur fá umsögn tvisvar sinnum yfir önnina. Þessar umsagnir eiga að gefa nemendum, foreldrum/forráðamönnum og umsjónarkennurum hugmynd um stöðu nemandans í námi. Umsagnir eru gefnar tvisvar sinnum á önn í öllum áföngum.

 Umsagnir

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla skal námsmat byggja á margvíslegum námsmatsaðferðum og taka til allra þátta námsins.  Námsmat í FSN byggir á leiðsagnarmati og eru formleg próf í lok anna ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann og fá þeir auk umsagnanna tveggja lokaeinkunn í annarlok sem byggir á einkunnum fyrir verkefnavinnu nemandans yfir önnina.