Áfangakerfið

Skólaárinu er skipt í tímabil, annir, og að loknu hverju tímabili fer fram námsmat sem getur verið margþætt.

Annirnar eru tvær; haustönn hefst seinni hluta ágústmánaðar ár hvert og henni lýkur með námsmati fyrir jól, vorönn hefst snemma í janúar og henni lýkur með námsmati í maí.

Kennt er í 16 vikur á hvorri önn. Annirnar eru eitt af undirstöðuhugtökum áfangakerfisins, námskipulags sem skólinn hefur starfað eftir frá upphafi.

Í heild er skólaárið níu mánuðir og hefst á bilinu 18. – 25. ágúst ár hvert og varir til jafnlengdar í maí næsta almanaksár.