- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám
- Erlent samstarf
Landbúnaðarháskóli Íslands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga standa saman að námsbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá FSN og búfræðipróf frá LbhÍ. Búfræðilínu á stúdentsbraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Val á nemendum á brautina byggir á því að nemendur hafi reynslu af störfum í landbúnaði og uppfylli önnur þau inntökuskilyrði sem kveðið er á um fyrir búfræðinám í LbhÍ á Hvanneyri.
Kjarni 120 einingar |
|||||||
Námsgrein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | ||||
Bókfærsla | BÓKF2BF05 | 5 | |||||
Danska (norðurl.mál) | DANS2LH05 | 5 | |||||
Eðlisfræði | EÐLI2AF05 | 5 | |||||
Efnafræði | EFNA2AE05 | EFNA3LÍ05 | 5 | 5 | |||
Enska | ENSK2SG05 | ENSK2OL05 | ENSK3OG05 | ENSK3OR05 | 10 | 10 | |
Inngangur að félags- og hugvísindum | INNF1IF05 | 5 | |||||
Inngangur að náttúruvísindum | INNÁ1IN05 | 5 | |||||
Íslenska | ÍSLE2MB05 | ÍSLE2FR05 | ÍSLE3BS05 | ÍSLE3RN05 | 10 | 10 | |
Íþróttir | 2 | ||||||
Líffræði | LÍFF2FR05 | LÍFF2FL05 | 10 | ||||
Lýðheilsa | LÝÐH1HE04 | LÝÐH1GR04 | 8 | ||||
Skyndihjálp | SKYN2GR02 | 2 | |||||
Stærðfræði | STÆR2GR05 | STÆR2VH05 | STÆR3DF05 | STÆR3HE05 | 10 | 10 | |
Upplýsingatækni | UPPD1SM03 | 3 | |||||
Samtals | 23 | 62 | 35 |
Nemendur sem hafa lokið íslensku, ensku, dönsku og/eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í eftirtöldum áföngum á 1. þrepi: ÍSLE1UN05, ENSK1BY05, DANS1GR05 og STÆR1GR05
Grundargata 44 kt. 470104-2010
|
Framhaldsdeild |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 430 8400 / fsn@fsn.is