Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun FSN

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Síðast breytt: Nóvember 2023.

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga er mótuð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög nr. 150 29. desember 2020. Markmið hennar er að stuðla að jafnrétti kynjanna í skólanum, jafnri stöðu og virðingu kynjanna innan skólans, enn fremur til að minna stjórnendur, nemendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allir fái notið hæfileika sinna.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur í heiðri þau gildi að mikilvægt sé að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu, starfshæfni og viðhorfum allra starfsmanna og nemenda. Í öllu starfi skólans skal markvisst unnið gegn viðhorfum sem leiða til hverskonar aðstöðumunar  hvort sem byggt er er á aldri, búsetu, fötlun, kyni, kynhneigð, lífsskoðunum, menningu, stétt, trúarbrögðum eða þjóðerni er óheimil, í hvaða formi sem hún kann að birtast og skal vinna markvisst gegn slíkri mismunun.

Engum skal mismunað í skólanum, hvort sem er á grundvelli aldurs, kyns, búsetu, fötlunar, kynhneigðar, lífsskoðunum, trúarbrögðum, þjóðerni, menningu eða stéttar og skal þess gætt að í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Námsefni skal og vera með því móti að engum sé mismunað. Fræðsla um jafnréttismál nái til allra nemenda skólans og vinna skal að því að draga úr kynjaskiptu námsvali. Í náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna öllum nemendum störf og nám þvert á hefðbundnar hugmyndir

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun FSN er verkfæri til þess að útfæra jafnréttisstefnu skólans með markvissum hætti. Í fyrri hluta jafnréttisáætlunarinnar er fjallað um skólann sem menntastofnun og í þeim síðari um skólann sem vinnustað starfsfólks. Henni fylgir síðan aðgerðaráætlun fyrir næstu skólaár.

Jafnréttisnefnd FSN er ábyrg fyrir að jafnréttisáætluninni sé fylgt.  Í jafnréttisnefnd situr jafnréttisfulltrúi, skólameistari og tveir fulltrúar starfsfólks og tveir fulltrúar nemenda. Fulltrúar starfsfólks eru kosnir á fyrsta starfsmannafundi á nýju skólaári. Á tveggja ára fresti eru kosnir tveir einstaklingar úr hópi annarra starfsmanna til að skoða framkvæmd áætlunarinnar og gera nýja.

Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Snæfellinga skal metin og endurskoðuð á tveggja ára fresti, næst á vorönn 2025.