Viðbótarnám til stúdentsprófs

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.

Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af starfsnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi af starfsnámsbraut. Heildarfjöldi eininga ræðst af einingafjölda starfsnámsbrautar og þeim einingum sem koma fram hér, að því tilskyldu að þessir áfangar hafi ekki verið hluti af starfsnámsbraut. Við bætast einingar sem nemandi tekur til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem hann stefnir á í háskóla. Nemendur útskrifast að lágmarki með 200 einingar. Nemandi getur tekið þessa áfanga jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar starfsnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám.

Brautarlýsing

Skólinn ráðleggur nemendum að velja að lágmarki 10 einingar í ensku og 5 einingar í stærðfræði í bundnu áfangavali. Þó ber að huga að þeirri námsleið sem nemendur stefna á í háskóla. Fyrir útskrift þarf nemandi að skila prófskírteini af starfsnámsbraut á 3. þrepi. Leita má upplýsinga hjá aðstoðarskólameistara eða námsráðgjafa vegna prófa úr eldra námskerfi.

(Síðast breytt 18.03.2020)

Jafngildisáfangar

Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Danska   DANS2TL05 = DANS2LH05  
Enska   ENSK2TM05 = ENSK2OL05 ENSK3MB05 = ENSK3OG05
Íslenska   ÍSLE2RL05  = ÍSLE2MB05
ÍSLE2RM05 = ÍSLE2FR05
ÍSLE3FS05 = ÍSLE3BS05
ÍSLE3NB05 = ÍSLE3RN05
Stærðfræði   STÆR2FF05 = STÆR2GR05
STÆR2LÆ05 = STÆR2TV05
STÆR2HH05 = STÆR2VH05
STÆR3DM05 = STÆR3DF05
STÆR3HR05 = STÆR3HE05
STÆR3TF05 = STÆR3TÁ05
Félagsvísindi FÉLV1FI05 = INNF1IF05