Viðbrögð við hryðjuverkaárás

Hryðjuverkaárás er skilgreind hér sem hver sú árás sem beint er gegn nemendum og/eða starfsmönnum skólans af vopnuðum einstaklingum.

Leiðbeiningarnar eiga við áður en lögregla eða aðrir viðbragðsaðilar koma á staðinn. Eftir að lögregla kemur, hlýðið fyrirmælum hennar.

1. Flýja

  • Reynið að gera ykkur grein fyrir hvar árásin á sér stað og koma ykkur í öruggt skjól fjarri þeim stað
  • Hjálpið öðrum eftir því sem mögulegt er að komast í öruggt skjól
  • Gætið þess að fara ekki í sjónlínu árásarmanns eða manna
  • Varið aðra við sem hyggjast fara inn á hættusvæðið

2. Feldu þig

  • Þessar leiðbeiningar eiga einungis við ef ekki er hægt að komast í burtu frá hættu
  • Lokaðu þig inni eins fjarri árásarmanni og mögulegt er, læstu hurð og settu eitthvað þungt fyrir dyrnar
  • Slökktu á tölvum og ljósum og gættu þess að hátalarar séu ekki í gangi
  • Haltu þig fjarri gluggum og leggstu í gólfið
  • Ef þú kemst ekki í lokað rými, feldu þig bak við eins sterkan flöt og mögulegt er, til dæmis steinvegg
  • Slökktu á hringingu og titringi í farsímanum og gættu þess að ljós sjáist ekki frá honum

3. Láta vita

  • Hlýðið öllum fyrirmælum lögreglu og yfirvalda
  • Hringið í 112 þegar þið eruð komin í öruggt skjól
  • Ekki hlaupa að lögreglumönnum þegar þeir koma eða sýna ógnvekjandi tilburði
  • Haldið höndum uppi og lófa opnum þegar þið gangið að lögreglu 

Ef þið verðið vör við einhverja grunsamlega hegðun í þessu samhengi hafið samband við 112

  • Þegar þið komið inn í rými, glöggvið ykkur á neyðarútgöngum
  • Ekki miðla kjaftasögum eða óstaðfestum fregnum á samfélagsmiðlum eða Internetinu

Lauslega þýtt og staðfært af útgefnu efni frönsku ríkisstjórnarinnar.

Í kjölfar viðburðar tekur við áætlun um viðbrögð við áföllum.

Uppfært 24.10.2018