Rútuakstur

Kæru nemendur og aðstandendur.

Nú hefur sú breyting átt sér stað hjá Menntasjóði námsmanna (áður Lánaðsjóður íslenskra námsmanna, LÍN) að þeir nemendur sem fá styrk vegna aksturs, fá hann greiddann inn á sinn reikning. Milligöngu skóla er lokið og bera nemendur ábyrgð á sinni umsókn. Nemendur þurfa ekki að sækja um skólaakstur til skóla heldur kaupa rútumiða á skrifstofu Fjölbrautaskóla Snæfellinga og kostar hver ferð einn miða (tveir miðar fram og tilbaka).

Við munum selja 20 miða á örk sem kostar 15.000 kr. Það verður bara hægt að leggja inn á reikning fyrir miðum  0191-26-645 kt. 470104-2010.

Rútuakstur