Gestir í FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur þátt í samstarfsverkefninu Food for thought með skólanum Gymnázium a Střední průmyslová škola elektrotechniky a informatiky, Frenštát pod Radhoštěm, příspěvková organizace í Tékklandi. 

Verkefnið er til eins árs og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um mat.  Markmiðið er að nemendur kynni sér matvælaframleiðslu í sínu nánasta umhverfi og um leiði um leið hugann að því að minnka matarsóun og óþarfa flutning á matvælum á milli svæða.  Nemendur FSN í lýðheilsuáföngum skólans hafa verið að vinna að verkefnum í tengslum við verkefnið síðan í haust en nú fer að styttast í að heimsóknir á milli landanna eigi sér stað.  Það er stefnt að því að 12 nemendur og 3 kennarar frá FSN fari til Tékklands í lok mars og verði það við nám og starf í 11 daga og að sami fjöldi komi í heimsókn til okkar strax eftir páskafrí.  Við munum setja frekari fréttir hér inn um leið og tækifæri verður til.

Umsjón á verkefninu af hálfu FSN er í höndum Maríu Kúld Heimisdóttur, Hermanns Hermannssonar, Gísla Pálssonar og Sólrúnar Guðjónsdóttur

 Dagana 25.apríl-3.maí verður hér hópur nemenda og kennara frá Tékklandi. Dagskrá heimsóknarinnar er fjölbreytt og munu gestir fara í ferð um Reykjvík,og Snæfellsnes, vinna saman ýmis verkefni, baka kleinur og fara í gönguferð kringum Kirkjufell, svo fátt sé nefnt. Dagskrá fyrir þessa daga má sjá hér.