Útskrift 20.desember 2024. Útskriftarefni bíða spennt eftir því að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir afhendi þeim stúdentshúfuna sem er tákn fyrir prófgráðuna sem þau hafa lokið. Útskriftarefnin eru þau Anna Sigrún Kjartansdóttir, Freydís Aðalbjörnsdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddson,
Föstudaginn 20.desember voru sjö nemendur útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Þetta var í 39.skiptið sem útskrifað er frá skólanum en fyrsta útskriftin var í desember 2005, Útskriftarhátíðin var með hefðbundnum hætti. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari útskrifaði nemendur og var síðan með ræðu þar sem hún ávarpaði nýstúdenta og fór yfir skólastarfið á önninni. Þá afhenti Sólrún aðstoðarskólmeistari nemendum verðlaun fyrir góða árangur. Magnús Már Leifsson 15 ára stúdent hélt ræðu, Loftur Árni Björgvinsson kennari hélt kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks og Hermann Oddsson hélt ræðu fyrir hönd nýstúdenta, Að lokinni útskrift þáðu nýstúdentar, aðstandendur, starfsfólk og aðrir velunnarar veitingar í sal skólans.
Ræðu Hrafnhildar skólameistara má lesa hér: Útskriftaræða skólameistara

