Opið er í innritun í fjarnám og staðnám á vorönn 2026
Opið er í innritun í fjarnám og staðnám á vorönn 2026
Þau Hermann Hermannsson mannauðsstjóri og Sigríður Arnardóttir deildarstjóri, stóðu sig aldeilis vel í kynningu á Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Starfamessunni sem var haldin í FSN 30.október.
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Starfamessa í FVA var haldin 3.október og fengu fulltrúar FSN marga gesti á básinn til sín. Fulltrúar FSN voru nemendurnir Eirný Svana, Alfa Magdalena og Viktoría Sif ásamt Guðrúnu Jónu fjármálastjóra og Hrafnhildi skólameistara.
Vel heppnuð heimsókn frá góðum gestum frá Færeyjum og Grænlandi, ásamt fríðu föruneyti frá KÍ.
Skýjanámið er nýjung við FSN og opnar nýja möguleika fyrir nemendur sem vilja síður mæta í skólann daglega.
Hólmfríður þýskukennari ásamt nemendum sínum í Berlín vorið 2025
Nemendur kynna lokaverkefni í desember 2024
Kristín Rós fer yfir stærðfræðina með nemendum
Kirkjufellið blasir við út um gluggann á mötuneyti skólans.
Árni kennari býður nemendum upp á pönnuköku
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru UNESCO-skólar hér á landi því orðnir 19 talsins. Einn leikskóli, sjö grunnskólar og 11 framhaldsskólar.
Unnin skák eða töpuð, nemendur grípa oft í að tefla skák í frístundum.
Nemendur í áfanganum Kaupmannahöfn, menning og mannlíf fóru saman til Kaupmannahafnar fimmtudaginn 21. nóvember. Níu nemendur ásamt Tinnu Ólafsdóttir dönskukennara eru hér fyrir utan Færgecaféen á Christianshavn en þar snæddu þau ekta danskan julefrokost.
Nemendur í FSN taka þátt í gulum september
Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Nemendur sem hafa stundað nám í þýskuáfanga hjá Hólmfríði þýskukennara fóru til Berlínar dagana 21.-25.mars.
Dominik Wiszniewski, Emil Jan Jacunsk, Emil Áskelsson, Hjálmar Ingi Hjaltalín og Ásgeir Hjaltason kepptu í nýsköpun framhaldsskólanema MEMA. Þeirra framlag í keppnina var íþróttadrykkur úr þara en þarinn eykur næringargildi drykksins. Drykkinn kalla þeir KELP co.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga var stofnaður árið 2004 og hófst kennsla sama haust. Markmið skólans er að skapa metnaðarfullt námsumhverfi þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins með sveigjanlegu skipulagi. Einnig er lögð áhersla á persónuleg samskipti starfsfólks og nemenda og að nemendur mæti ávallt alúðlegu viðmóti.
Í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum var verið að kryfja mýs.