Fréttir

13.02.2025

Námsmatsdagar 17. og 18. febrúar

Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar verða námsmatsdagar svo það verður ekki kennsla þessa daga. Nemendur fá svo umsögn í hverjum áfanga miðvikudaginn 19. febrúar og birtist hún í Innu. Skrifstofan verður lokuð á mánudeginum.
11.02.2025

112 dagurinn

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna Í tilefni af 112 deginum viljum við minna á rýmingaráætlun FSN. Endilega lesið og lærið: Rýmingaráætlun | Fjölbrautaskóli Snæfellinga.  
10.02.2025

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Jafnréttisdagar hefjast í dag og standa til fimmtudagsins 13. febrúar. Er þetta í sautjánda sinn sem Jafnréttisdagar eru haldnir í Háskóla Íslands. Markmiðið með Jafnréttisdögum er að skapa umræðu um jafnréttismál í víðum skilningi og gera þau sýnile...