Fréttir

15.05.2019

Hagfræðilína við FSN

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður boðið upp á hagfræðilínu á öllum stúdentsprófsbrautum frá haustönn 2019. Nemandi sem útskrifast af stúdentsprófsbraut með hagfræðilínu skal taka kjarna og viðbótarkjarna viðkomandi stúdentsprófsbrautar auk hagfræðilínunnar. Verið er að ljúka vinnu við brautina.
15.05.2019

Íþróttalína við FSN

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður boðið upp á íþróttalínu á öllum stúdentsprófsbrautum frá haustönn 2019. Nemandi sem útskrifast af stúdentsprófsbraut með íþróttalínu skal taka kjarna og viðbótarkjarna viðkomandi stúdentsprófsbrautar auk íþróttalínunnar. Verið er að ljúka vinnu við brautina.
15.05.2019

Verkefnasýning

Glæsileg verkefnasýning í FSN. Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga settu upp glæsilega sýningu á síðasta skóladegi þessarar annar. Ýmist voru nemendur að kynna lokaverkefni sín sem og að sýna afrakstur vetrarins. Margir gestir lögðu leið sína í skólann enda margt forvitnilegt að sjá. tfk