Hún Dúdda hjúkrunarfræðingur er við þessa daga á haustönn 2024;
5. september
19. september
Þið finnið hana upp á Tjörn.
Guðríður Ringsted (Dúdda), geðhjúkrunarfræðingur, starfar hér í FSN. Hún sér um skólahjúkrun fyrir nemendur. Hún er með viðveru í skólanum annan hvern fimmtudag frá kl. 9:30 – 14:00. Tímapantanir eru á netfanginu gudridur.ringsted@hve.is.
Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:
- Meiðsli, sjúkdóma og verki
- Tilfinningaleg og geðræn vandamál
- Svefnvandamál
- Vottorð
- Áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu
- Kynheilbrigði
- Sjálfsmynd og líkamsímynd
- Mataræði og hreyfing
Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu