Útskriftarhátíð FSN 29.maí 2020

Útskrift FSN verður föstudaginn 29.maí í sal skólans í Grundarfirði.

Athöfnin hefst klukkan 14:00.

Eins og staðan er í dag geta útskriftarefni boðið tveimur gestum með sér.

Það gæti breyst 25.maí þegar nýjar reglur um samkomuhald verða kynntar

og við látum vita ef útskriftarnemar geta boðið fleiri gestum með sér.

Útskriftinni verður streymt.