Útskriftarhátíð FSN 18.desember 2021

Níu nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga 18.desember 2021
Níu nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga 18.desember 2021

18.desember voru níu nemendur útskrifaðir fá FSN á 33.útskriftarhátíð skólans.

Björn Ástvar Sigurjónsson, Dagur Kjartansson, Kristófer Snær Ragnarsson, María Ósk Heimisdóttir, Ottó Ari Arason, Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir og Örvar Sigurðsson brautskráðust af félags- og hugvísindabraut, Ragnheiður Arnarsdóttir brautskráðist af náttúru- og raunvísindabraut og  Amelía Rún Gunnlaugsdóttir brautskráðist af opinni braut. 

Með hæstu meðaleinkunn var Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir.

Vegna fjöldatakmarkana var hátíðinni streymt þannig að aðstandendur sem ekki gátu verið við athöfnina gátu fylgst með heima í stofu. Það er hægt að horfa á upptöku frá athöfninni og er tengillinn hér.

Athöfnin var með hefðbundnu sniði, Guðrún Jóna Jósepsdóttir var kynnir útskriftar, Sólrún Guðjónsdóttir veitti viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og Freydís Bjarnadóttir kennari flutti kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks.  Davíð Magnússon 10 ára stúdent flutti ræðu og hvatti nýstúdenta til góðra verka og  Ragnheiður Arnarsdóttir og Örvar Sigurðsson nýstúdentar fluttu ræðu fyrir hönd stúdenta.

Amelía Rún Gunnlaugsdóttir nýstúdent söng lagið Dansaðu Vindur eftir Eivöru Pálsdóttur og  Halldóra Margrét Pálsdóttir nemi við FSN spilaði undir á píanó.