Útskriftarefni skila lokaverkefnum sínum

Á myndinni má sjá Lydíu Rós Unnsteinsdóttur ásamt minknum Jósefínu, sem hún stoppaði upp í sínu loka…
Á myndinni má sjá Lydíu Rós Unnsteinsdóttur ásamt minknum Jósefínu, sem hún stoppaði upp í sínu lokaverkefni.

Mánudaginn 23. nóvember skiluðu 15 útskriftarnemar Fjölbrautaskóla Snæfellinga lokaverkefnum sínum til yfirferðar. Verkefnin eru eins fjölbreytt og höfundar þeirra eru margir og sem dæmi um lokaverkefni þessarar annar má nefna ritgerðir, myndbönd, vefsíður, hlaðvarp, lag, myndlistarsýningu, módel af húsum og uppstoppaðan mink.

Á myndinni má sjá Lydíu Rós Unnsteinsdóttur ásamt minknum Jósefínu, sem hún stoppaði upp í sínu lokaverkefni.

Stefnt er á að kynna lokaverkefnin á fyrstu dögum desembermánaðar en útfærslan verður að sjálfsögðu háð reglum um samkomur og hefur útfærslan því ekki verið ákveðin enn.